Sóltún heilbrigðisþjónusta

Svið sem Íslensk fjárfesting hefur mikinn áhuga á er öldrunar­ og hjúkrunarþjónusta. Með kaupum á félaginu Öldungur hf sem rekur hjúkrunarheimilið Sóltún hóf Íslensk fjárfesting virka þátttöku í íslenskri öldrunarþjónustu. Að mati félagsins má enn bæta miklu við í þjónustu við aldraða og því mun félagið einbeita sér að því í framtíðinni. Eftirspurn eftir þjónustu í þessum geira mun aukast gríðarlega á næstu árum og áratugum í takt við hækkandi meðalaldur þjóðarinnar

Sjá vefsíðu Sóltúns - www.soltun.is

Undir merkjum Sóltúns heilbrigðisþjónustu er m.a. rekið hjúkrunarheimilið Sóltún við Sóltún 2, hjúkrunarheimilið Sólvangur í Hafnafirði auk endurhæfingarþjónustu og heimaþjónustu.

Stefna Íslenskrar fjárfestingar er að einbeita sér að þeim hlutum öldrunarþjónustunnar þar sem mest vaxtartækifæri eru fram­undan og þeirri tegund þjónustu sem ekki hefur haft mikinn forgang hjá hinu opinbera. Aukin eftirspurn og vöxtur getur hvort tveggja stafað af breyttri aldurssamsetningu þjóðarinnar og breyttum kröfum um þjónustu og þjónustugæði. Áhersla verður því á að auka framboð af öldrunarþjónustu á Íslandi með það að leiðarljósi að veita öldruðum þá þjónustu sem þeir óska helst eftir, á þeim stað sem hentar þeim best, þegar þeir þurfa á þjónustunni að halda.

Forstjóri Sóltúns heilbrigðisþjónustu er Halla Thoroddsen.